Erlent

Danir í rusli

Rottur elska verkföll sorphirðumanna.
Rottur elska verkföll sorphirðumanna.

Verkfall sorphirðumanna breiðist nú út í Danmörku, en það hefur þegar staðið í tvær vikur í Árósum. Landlæknir Danmerkur hefur sent út leiðbeiningar til fólks þar sem það er meðal annars upplýst um að það sé aðeins lífrænn úrgangur sem þarf að hafa áhyggjur af, svosem matarleifar og bleyjur.

Fólk er minnt á að loka vel plastpokum utan um rusl og reyna að koma því þannig fyrir að rottur nái ekki í það, því rottur elska verkfall sorphirðumanna.

Landlæknir segir að sem betur fer sé nú vetur og bæði snjóþungt og kalt þannig að rottur haldi sig að mestu í holum sínum. Engu að síður sé rétt að vera á verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×