Erlent

Harry fer til Íraks

Harry Bretaprins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Varnarmálaráðuneytið breska tilkynnti þetta í morgun. Harry er hluti af Hinni bláu og konunglegu herdeild breska hersins. Líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans.

Harry verður fyrsti meðlimur konungfjölskyldunnar sem sendur er á átakasvæði síðan frændi hans, Hertoginn af Jórvík, í Falklandseyjastríðinu 1982.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×