Erlent

Hvar er Peking ?

Flugeldar menga, en ekki svo að heilu borgirnar hverfi.
Flugeldar menga, en ekki svo að heilu borgirnar hverfi.

Kínversk yfirvöld hafa fullvissað þegna sína um að þykk þoka sem lá yfir Peking í gær hafi ekki orsakast af því að leyft var að skjóta flugeldum um alla borg þegar ár svínsins gekk í hönd. Þokan var svo þykk að ekki sást á milli húsa. Sautján þjóðvegum í grennd við borgina var lokað og aflýsa þurfti 190 flugferðum. Það má segja að Peking hafi hreinlega ekki sést.

Fjölmiðlar hafa verið að velta vöngum yfir því að rakettunum væri um að kenna, enda var gríðarleg skothríð yfir borginni um áramótin. Veðurstofustjóri kínversku veðurstofunnar segir hinsvegar að þeir hafi verið búnir að spá mistri í Peking á miðvikudag. Mistrið hafi hinsvegar orðið að þykkri þoku vegna mikils raka, flugeldarnir hafi ekki haft neitt með það að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×