Erlent

Hvad siger du ?

Frá fundi Norðurlandaráðs, í Reykjavík.
Frá fundi Norðurlandaráðs, í Reykjavík. MYND/Einar Ólason

Norræna tungumálayfirlýsingin verður 20 ára á þessu ári. Meginmarkmið yfirlýsingarinnar er að Norðurlandabúar eiga að geta talað móðurmál sitt í samskiptum við yfirvöld í öðrum norrænum ríkjum ef þörf krefur.

Samningurinn sem tók gildi árið 1987, á t.d. við um samskipti við sjúkrahús, atvinnumiðlanir, lögreglu og félagsmálayfirvöld. Kostnað við túlkun og þýðingar skal greiða með almannafé.

Samningurinn nær til skandínavísku tungumálanna þriggja, sænsku, dönsku og norsku auk finnsku og íslensku. Almenningi á Norðurlöndum er þó almennt ekki kunnugt um samninginn. Þá er framkvæmd hans ekki alltaf eins og ætti að vera. Jafnframt nota Norðurlandabúar í síauknum mæli ensku í samskiptum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×