Erlent

Haraldur Noregskonungur sjötugur

Haraldur Noregskonungur varð sjötugur í gær. Mikil hátíðarhöld eru fyrirhuguð í Noregi vegna þess næstu daga. Konungshjónin ræddu opinskátt um samband sitt í viðtali við norska TV2 í vikunni.

Hátíðarhöld vegna afmælisins hófust í gær. Noregskonungur afhjúpaði þá styttu af móður sinni, Mörtu.

Haralur gekk að eiga konu sína Sonju árið 1968 en samband þeirra olli miklum deilum þar sem verðandi krónprinsessa Noregs var ekki með blátt blóð í æðum. Sumir gengu svo langt að segja að hún væri að eyðileggja konungsveldið.

Haraldur bað áhorfendur um að hugsa sér fullkomlega eðlilega manneskju sem síðan yrði sökuð um annað eins, að eyðileggja heilt konungsveldi. Sonja sagði það afar óþægilega tilfinningu að finna að það maður væri ekki boðinn velkominn. Það sé það sjaldnast. Henni hafi þótt þetta afar sársaukafullt.

Haraldur vill ekki viðurkenna að hann hafi sett ráðamönnum og konungsfjölskyldunni úrslitakosti í málinu. Hann hafi aðeins greint frá afleiðingum þess að honum yrði bannað að ganga að eiga Sonju. Það hafi ekki verið úrslitakostir. Staðreyndin hafi verið sú að ef þau fengju ekki að eigast myndi hann aldrei ganga í hjónaband. Fréttamaður spurði þá hvort að konungsfjölskyldan og konungsveldið hefði ekki þá dáið út. Haraldur sagði það hugsanlegt.

Hákon krónprins gerði líkt og faðir sinn í ágúst 2001 þegar hann gekk að eiga alþýðukonuna Mette-Marit og enn var rætt um endalok konungsveldisins rúmum 30 árum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×