Erlent

Jórdaníukonungur setur Palestínumönnum kosti

Abdullah konungur Jórdaníu og Rania drottning.
Abdullah konungur Jórdaníu og Rania drottning.

Abdullah konungur Jórdaníu segir að það sé breitt samkomulag um það meðal Arabaþjóðanna að hin nýja þjóðstjórn Palestínu verði að hlíta kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svonefnda. Kröfurnar eru þær að tilveruréttur Ísraelsríkis verði viðurkenndur, að ofbeldi verði hafnað og að staðið verði við bráðabirgðasamninga sem gerðir hafa verið um frið.

Þessi ummæli konungs Jórdaníu eru þau fyrstu sem benda til þess að Arabaríkin séu ekki tilbúin til að sniðganga bann við efnahagsaðstoð við Palestínumenn, nema þeir gangi að kröfum kvartettsins.

Í þessum kvartett eru Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar. Allir þessir aðilar hættu efnagagsaðstoð við Palestínumenn þegar Hamas samtökin náðu meirihluta í heimastjórn Palestínumanna í kosningum á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×