Erlent

Óheppnir hryðjuverkamenn

Lögreglumenn við vettvangsrannsókn.
Lögreglumenn við vettvangsrannsókn. MYND/AP
Þrír pakistanskir hryðjuverkamenn, á reiðhjóli, sprungu í loft upp þegar þeir fóru yfir hraðahindrun í Punjab héraði, í Pakistan, í dag. Sprengjan sem þeir voru með mun hafa verið heimatilbúin, en ekkert er vitað um hvar þeir ætluðu að koma henni fyrir.

Að minnsta kosti tveir mannanna voru nemendur við nálægan skóla. Grunur leikur á að skólinn sé í tengslum við samtök öfgafullra múslima. Mörg sprengjutilræði hafa verið gerð í Pakistan undanfarnar vikur og lögreglunni hefur tekist að stöðva nokkra tilræðismenn að auki. Fjörutíu manns hafa látið lífið í sprengjutilræðum í landinu síðan um miðjan janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×