Erlent

Fagnar afmæli þrátt fyrir óðaverðbólgu

Robert Mugabe, forseti Simbabve, fagnaði 83 ára afmæli sínu í gær. Talið er að jafnvirði tæplega 70 milljóna íslenskra króna hafi verið varið í veisluna. Spenna hefur magnast í landinu í liðinni viku. Verðbólga mælist nú 1600%. Forsetinn gefur lítið fyrir það, segir efnahagsástand aðeins hafa versnað lítillega og kennir efnahagsþvingunum Evrópusambandsins um.

Rætt hefur verið um mögulega arftaka en forsetinn segist þó ekki ætla að hætta þrátt fyrir háan aldur. Mugabe hefur hótað að berja niður alla andspyrnu gegn sér. Sem lið í því hefur hann bannað alla fjöldafundi í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×