Erlent

Boðar vantraust á tvo ráðherra

Þessi skopmynd af baráttu Wilders biretist í hollensku blaði. Yfirskriftin er; penninn er máttugri en sverðið. Wilders virðist ekki vera alveg öruggur um það og spyr hvort hann geti fengið það skriflegt.
Þessi skopmynd af baráttu Wilders biretist í hollensku blaði. Yfirskriftin er; penninn er máttugri en sverðið. Wilders virðist ekki vera alveg öruggur um það og spyr hvort hann geti fengið það skriflegt.

Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders ætlar að leggja fram vantraust á tvo ráðherra í nýrri ríkisstjórn Hollands, þegar þingið kemur saman eftir helgi. Ráðherrarnir eru báðir innflytjendur og múslimar sem hafa tvöfaldan ríkisborgararétt. Annar þeirra er frá Marokkó og hinn frá Tyrklandi.

Þingflokkur Wilders vill fækka innflytjendum í Hollandi, og sjálfum er honum sérstaklega uppsigað við múslima.

Flokkur Wilders fékk níu sæti af 150 í kosningunum sem fram fóru í Hollandi í nóvember, og var þegar ljóst að hann yrði óþægur ljár í þúfu. Hollendingar eru þekktir að frjálslyndi en nokkuð hefur sigið á ógæfuhliðina undanfarin misseri ekki síst vegna morða á þekktum Hollendingum og hótana í garð annarra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×