Erlent

Svíar skutu á glugga Saddams

Saddam Hussein; rúðurnar hans þoldu ekki 2000 punda sprengjur.
Saddam Hussein; rúðurnar hans þoldu ekki 2000 punda sprengjur. MYND/AP

Þegar Saddam Hussein keypti skothelt gler í eina af fimmtíu höllum sínum, var hann að vonum kröfuharður. Hann vildi vera viss um að glerið væri í raun skothelt. Sænska blaðið Borås Tidning segir að til að tryggja það var haft samband við sænskt fyrirtæki sem fékk glerið til sín, í Borås. Fyrirtækið hafði svo samband við sænska herinn til þess að fá hann til að skjóta á glerið með kúlum sem eiga að fara í gegnum brynvörn.

Borås Tidende segir að prófanirnar hafi tekið margar vikur, en loks hafi rúðurnar verið sendar til Íraks og settar í hina nýju höll forsetans. Þá hafi verið búið að sanna að rúðurnar stæðust brynjaðar byssukúlur. Hinsvegvar var aldrei prófað hvort þær þyldu 2000 punda sprengjur. Og þegar Bandaríkjamenn sprengdu höllina sundur og saman, gáfu rúðurnar sig líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×