Erlent

Dýravinir vilja skjóta fíla

Fílarnir í Suður-AFríku eru orðnir of margið fyrir lífríki sitt.
Fílarnir í Suður-AFríku eru orðnir of margið fyrir lífríki sitt.

Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund segja að Suður-Afríkumenn verði að íhuga að byrja að grisja fílahjarðir, á nýjan leik, ekki síst í Kruger þjóðgarðinum. Þetta er vegna þess að fílum hefur fjölgað svo mikið að lífríkið stendur ekki undir ágangi þeirra. Grisjun var hætt árið 1994 eftir mikla mótmælaöldu. Nú eru fílarnir hinsvegar orðnir yfir 12 þúsund talsins og hvorki nóg pláss né nóg að éta.

Margt hefur verið reynt til þess að bregðast við fjölgun fílanna, meðal annars hafa hjarðir verið fluttar á önnur svæði og garðar stækkaðir. Nú er ástandið hinsvegar orðið þannig að það er ekki talið duga. Rob Little, talsmaður WWF segir að vissulega sé grisjun neyðarúrræði en það verði að leyfa þjóðum þar sem fílar lifa að taka vel ígrundaðar vísindalegar ákvarðanir um stjórn stofnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×