Erlent

Forseti Íraks veikur

Jalal Talabani, forseti Íraks, ásamt George Bush, forseta Bandaríkjanna.
Jalal Talabani, forseti Íraks, ásamt George Bush, forseta Bandaríkjanna. MYND/AP

Jalal Talabani, forseti Íraks, er veikur og hefur verið ráðlagt að fara til Jórdaníu í rannsókn. Í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni er ekki sagt hvers eðlis veikindi hans eru, en sagt að ekki sé ástæða til þess að hafa af þeim áhyggjur. Ýjað er að því að það sé helst ofþreyta sem hrjái forsetann.

Jalal Talabani, sem er rúmlega sjötugur, er Kúrdi og barðist í mörg ár sem skæruliði gegn Saddam Hussein. Hann hefur alla tíð verið í fremstu röð baráttumanna fyrir réttindum Kúrda. Í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni segir að hann sé nú á leið til Jórdaníu, en ekkert sagt um hvenær hann snýr aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×