Erlent

Ég kem Dulcineia, ég kem

Riddarinn hugumstóri þusti inn með sverðið hans afa á lofti.
Riddarinn hugumstóri þusti inn með sverðið hans afa á lofti.

Þegar James Van Iveren heyrði konu æpa hástöfum, í íbúð nágranna síns, þreif hann sverð afa síns ofan af vegg og þeysti til hjálpar. Hann sparkaði upp hurð nágrannans og æddi inn með brugðinn brandinn. Þetta gerðist í bæ í Wisconsin sem heitir því hljómfagra nafni Oconomowoc.

Nágranninn sagði í lögregluskýrslu að Van Iveren hefði ógnað sér með sverðinu og æpt í sífellu; "Hvar er hún, hvar er hún."

Nágranninn segir einnig að Van Iveren hafi ætt um allt plássið í leit að ungfrúnni í ánauðinni. Honum tókst þó á endnum að sannfæra riddarann hugumstóra um að enga slíka væri að finna í sínum tveggja herbergja kastala. Hann bara setti aftur í gang klámspóluna sem hann hafði verið að horfa á, og leyfði Van Iveren að heyra hljóðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×