Erlent

Rannsókn hafin á lestarslysinu í Bretlandi

Frá vettvangi slyssins á sunnudaginn síðastliðinn.
Frá vettvangi slyssins á sunnudaginn síðastliðinn. MYND/AP
Breska samgöngulögreglan hóf í dag glæparannsókn á lestarslysinu sem varð á sunnudaginn var. Í ljós kom að eina öryggisstöng vantaði í lestarteinana og tvær aðrar voru skemmdar. Talið er nær öruggt að slysið hafi átt sér stað þess vegna.

Ein eldri kona lést í slysinu. 22 þurftu á meðferð á sjúkrahúsi að halda og yfir 50 meiddust í slysinu. Yfirmenn fyrirtækisins sem sjá um lestarkerfið breska gáfu frá sér afsökunarbeiðni um leið og í ljós kom að eitthvað hafði verið að teinunum.

Eftir að rannsókn er lokið verður ákveðið hvort að kæra verði lögð fram hjá saksóknurum hennar hátignar. Rannsóknarmenn segjast þó ekki halda að stangirnar þrjár, sem ýmist vantaði eða voru í ólagi, hafi verið skemmdar að yfirlögðu ráði. Þeir telja að um viðhaldsmistök hafi verið að ræða.

Í framhaldi af slysinu hafa lestarfyrirtæki og fyrirtækið sem sér um viðhald á teinunum ákveðið að funda til þess að geta komið í veg fyrir að harmleikir sem þessi geti átt sér stað á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×