Erlent

Bandaríkjamenn sprengja og slasa 30 Íraka

Íraskur drengur sem særðist í sprengjuárás í Ramadi í dag.
Íraskur drengur sem særðist í sprengjuárás í Ramadi í dag. MYND/AP

Talsmenn bandaríska hersins í Írak sögðu að þeir hefðu sprengt upp sprengju í námunda við fótboltavöll í borginni Ramadi og að 30 hefðu slasast. Þar á meðal voru níu börn. Enginn hefði þó látið lífið. Írösk lögregla og ættbálkaleiðtogar sögðu frá því í dag að sprengjuárás nálægt knattspyrnuvelli hefði banað 18 manns og að meirihluti þeirra hefðu verið börn.

Jeff Pool, yfirhershöfðingi Bandaríkjamanna, sagði að herinn vissi ekkert um þá árás. „Ég get ekki ímyndað mér að það hafi verið önnur árás á börn án þess að við vissum af því." Flestir sem slösuðust í sprengingu Bandaríkjamanna fengu skrámur og lítil sár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×