Erlent

Írakar ætla að funda með G8

Stjórnvöld í Írak ætla sér að koma á fundi háttsettra ráðamanna nágrannaríkja sinna ásamt fulltrúum G8 hópsins svokallaða. Þau ætla að reyna að halda fundinn strax í byrjun Apríl og á tilgangur hans að vera að koma á ró í landinu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í kvöld.

Fundurinn myndi verða ráðherrafundur og yrði í framhaldi af viðræðum starfsmanna í utanríkisþjónustum landanna sem eiga að fara fram í Bagdad í marsmánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×