Erlent

Versti dagur á Wall Street síðan 11. september 2001

Wall Street í dag.
Wall Street í dag. MYND/AFP
Hlutabréf hríðféllu í verði á Wall Street í dag og var dagurinn sá versti síðan hlutabréfamarkaðurinn opnaði eftir 11. september 2001. Á þeim degi lækkaði Dow Jones vísitalan um 684,81 stig en í dag lækkaði hún um 415 stig.

Standards & Poor hrapaði um 3,5 prósent sem er mesta lækkun á einum degi í heil fjögur ár. Nasdaq lækkaði um 3,9 prósent og er það mesta lækkun síðan í desember árið 2002.

Ástæðan fyrir þessum miklu lækkunum er ótti fjárfesta við að bandarískt efnahagslíf sé að fara að hægja á sér. Alan Greenspan, fyrrum yfirmaður bandaríska seðlabankans, sagði í gær að hann byggist við því að hægja myndi á hagvexti í Bandaríkjunum á næstunni.

Í dag urðu fjárfestar í Kína líka hvumsa þar sem sumir halda að kínversk stjórnvöld ætli sér að hægja á vexti á hlutabréfum. Fóru þeir þá að selja hlutabréf sín í miklum mæli. Markaðurinn þar lækkaði um níu prósent en það er mesta lækkun þar í tíu ár. Sérfræðingar segja að hugsanlega sé þetta fyrsta merkið um að hinn ofmetni kínverski hlutabréfamarkaður fari að gefa eftir.

Einnig er talið að árásin í Afganistan á herstöðina sem Dick Cheney dvaldist í hafi haft áhrif á þróun mála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×