Erlent

Bandarískum háskóla lokað vegna sprengjuhótunar

Loftmynd af skólanum sem þurfti að rýma í dag.
Loftmynd af skólanum sem þurfti að rýma í dag. MYND/AP
Loka þurfti háskóla í Kansas borg í Missouri ríki í Bandaríkjunum í dag eftir að nemandi þarf sagðist hafa sprengju og miltisbrand meðferðis. Lögregla þar skýrði frá þessu í dag.

Eiturefnasveit lögreglunnar hefur enn ekki komist að því hvaða efni drengurinn var með. 23 starfsmenn og nemendur þurftu því að gangast undir eiturefnaprófun vegna atviksins. Sprengjusveit var senda á staðinn til þess að athuga hvort að drengurinn væri raunverulega með sprengju á sér.

Lögregla yfirbugaði drenginn eftir að skólinn hafði verið rýmdur en alls þurftu 5.500 nemendur að yfirgefa skólasvæðið. Talið er að slælegur námsárangur drengsins hafi verið ástæðan fyrir verknaðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×