Erlent

Enginn snjór féll í Tókíó í vetur

Engin snjór féll á þessum vetri í japönsku borginni Tókíó og er það í fyrsta sinn síðan árið 1876 sem það gerist. Veðurstofan í Japan skilgreinir tímabilið frá desember út febrúar sem vetur.

Þó er algengara að það snjói mikið í Tókíó snemma á vorin frekar en á veturnar. Veðurstofan segir að það sé ekki útlit fyrir mikla snjókomu í mars þar sem að hitastig á að haldast fyrir ofan meðaltal síðastliðinna ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×