Erlent

Fyrstu friðargæsluliðar Afríkusambandsins komnir til Sómalíu

Hermenn úr úganska hernum bíða þess að verða sendir til Sómalíu. Myndin er tekin við kveðjuathöfn í Kampala í dag.
Hermenn úr úganska hernum bíða þess að verða sendir til Sómalíu. Myndin er tekin við kveðjuathöfn í Kampala í dag. MYND/AFP
Fámennt lið friðargæsluliða frá Úganda er komið til Baidoa í Sómalíu, aðseturs stjórnvalda í landinu. Þeir eru hluti af liðsafla friðargæsluliða Afríkusambandsins en samtals verða 1.500 hermenn frá Úganda í því liði. Í því eiga að verða 8.000 hermenn en hingað til hefur aðeins tekist að fá vilyrði fyrir 4.000 mönnum.

Samkvæmt frásögn Abdikarem Farah, sendiherra Sómalíu í Eþíópíu, eiga þessar hersveitir að undirbúa jarðveginn fyrir afganginn af friðargæsluliðunum. Stjórnvöld í Úganda hafa þó neitað því að það séu hermenn frá þeim í Sómalíu.

Ástandið í Sómalíu er enn ótryggt en töluvert hefur verið um árásir uppreisnarmanna íslamska dómstólaráðsins á höfuðborgina, Mogadishu, að undanförnu. Þó nokkrir hafa látið lífið og enn fleiri slasast í þeim árásum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×