Erlent

Óveður um nær öll Bandaríkin

Pallbíll sem fór illa út úr óveðri í Bandaríkjunum í dag.
Pallbíll sem fór illa út úr óveðri í Bandaríkjunum í dag. MYND/AP
Búist er við átakaveðri um nær öll Bandaríkin í kvöld og í nótt. Hvirfilbylir hafa þegar myndast á sumum stöðum. Í suðurhluta Missouri ríkis fór einn þeirra á grunnskóla og olli dauða 7 ára stúlku. Annar hefur þegar lent á framhaldsskóla í Alabama. Eitthvað var um slys á fólki í skólanum og í bænum sem hann er í.

Tugir heimila á svæðinu hafa skemmst í veðrinu og búist er við því að það eigi eftir að versna til muna. Veðurstofa Bandaríkjanna og sú stofnun sem sér um að vara við óveðri hafa sagt að neyðarástand geti skapast á mörgum stöðum. Sums staðar eru þetta snjóstormar og annars staðar hvirfilbylir. Að óveðri sé spáð á svo stóru svæði er talið afar óvenjulegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×