Erlent

Enn ófremdarástand í Nörrebro

Útbrunninn bíll nálægt Kristíaníu.
Útbrunninn bíll nálægt Kristíaníu. MYND/AFP
Átökin í Kaupmannahöfn hafa nú breiðst út um Nörrebro. Ungmenni hafa kveikt elda víða um hverfið, reist vegatálma og tekið sér bólsetu í gömlum skóla. Lögregla notar nú táragas. Fólk á staðnum segir að stríðsástand ríki þar sem það er ástandið er hvað verst.

Um 100 manns hafa tekið sér bólfestu í gömlum skóla við Blagardsgade og hafa brotið rúður í honum. Mestur er fjöldinn í Folkets Park og er talið að um 1.000 manns hafi verið þar um tíu í kvöld að íslenskum tíma. Lögregla reynir nú allt hvað hún getur til þess að dreifa úr hópnum.

Sólrún María Reginsdóttir, íslensk stúlka sem er í námi í Danmörku og býr á svæðinu, var á leið heim til sín um svipað leiti í kvöld. Hún sagði í samtali við Vísi að hún hefði fengið snert af táragasi sem lögreglan hafði notað gegn mótmælendum. Henni varð þó ekki meint af þar sem gasið hafði þynnst nógu mikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×