Erlent

Hætta fjárstuðningi vegna afhommunar

Hinsegin dagar í Reykjavík.
Hinsegin dagar í Reykjavík. MYND/Einar Ólason

Danska félagsmálaráðuneytið hefur hótað að hætta fjárhagslegum stuðningi við kristileg samtök vegna þess að þau taka að sér að afhomma fólk. Samtökin Agape fá sem svarar 100 milljónum íslenskra króna á ári, í rekstrarstyrk. Talsmaður félagsmálaráðherra segir að opinberu fé verði ekki varið til þess að breyta kynhneigð fólks.

Agape auglýsa ekki beinlínis afhommun en taka hana að sér ef eftir því er leitað. Danska Ekstra blaðið segir að þeir sem leiti til samtakanna séu einkum fólk af hægri væng dönsku þjóðkirkjunnar. Þar er kennt að samkynhneigð leiði til eilífðardvalar í eldum helvítis.

Yfirlæknir geðdeildar danska ríkissjúkrahússins segir að sé siðlaust að að nota sálfræði til þess að breyta kynhegðun heittrúaðs fólks, auk þess sem það sé ekki hægt. Það valdi bæði miklum sársauka og geti leitt til andlegra truflana að þurfa sífellt að vera á verði gagnvart eigin líkama og tilfinningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×