Erlent

Sýknuð af dauða kjörbarns

Bresk hjón hafa verið látin laus úr fangelsi og sýknuð af því að hafa eitrað fyrir þriggja ára dreng sem þau vildu ættleiða. Ian og Angela Gay voru dæmd í fimm ára fangelsi í janúar árið 2005 fyrir að vera völd að dauða drengsins.

Hinn þriggja ára gamli Christian hafði aðeins verið einn mánuð, til reynslu, á heimili Gay hjónanna þegar hann lést. Dánarorsök hans var alltof mikið saltmagn í blóðinu. Saksóknarinn sakaði hjónin um að hafa eitrað fyrir honum með salti, þegar hann var óþægur. Saltmagnið í blóði hans var svo mikið að heili hans bólgnaði og hann lést.

Ný gögn hafa leitt í ljós að Christian þjáðist af afar sjaldgæfum sjúkdómi sem lýsir sér þannig að saltmagn í blóðinu getur orðið svo mikið að blóðið ofmettist.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×