Erlent

Mæður gegn Jamie Oliver

Jamie Oliver
Jamie Oliver

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur fengið óvænta andstæðinga í baráttu sinni fyrir því að breskir skólar bjóði nemendum sínum upp á hollan mat. Það eru mæður sem mæta við skólann á matmálstímum og troða hamborgurum og fiski og frönskum í gegnum girðinguna. Hinummegin standa börn þeirra og háma í sig góðgætið.

Mæðurnar kvarta yfir því að Jamie sé að gera börn þeirra of matvönd, og þær ætla ekki að láta hann ráða því á hverju þær fóðra börn sín. Sumar mæðurnar ganga enn lengra; þær eru farnar að græða góðan pening á matseðli Jamies.

Þegar líður að matmálstíma fara þær á næsta skyndibitastað og kaupa birgðir af hamborgurum, pylsum og djúpsteiktum kjúklingum. Svo fara þær að skólunum og selja nemendum kræsingarnar, með þokkalegri álagningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×