Erlent

ESB setur bann á flugfélög

Fjörutíu og tvær vélar Pakistan International Airlines, fá ekki að fljúga til Evrópu.
Fjörutíu og tvær vélar Pakistan International Airlines, fá ekki að fljúga til Evrópu.

Evrópusambandið hefur sett bann við því að meirihluti flugflota Pakistan International Airlines, fljúgi til aðildarlanda sambandsins. Sjö nýjar Boeing þotur félagsins fá að fljúga þangað áfram, en bannið nær til 42 annarra flugvéla þess. Þær uppfylla ekki skilyrði um öryggi.

Jafnframt hefur öllum flugvélum Sudan Air West verið bannað að fljúga til Evrópusambandsríkja. Hinsvegar var aflétt banni á flugflotum tveggja annarra félaga; Phuket Air, í Taílandi og DAS Air Cargo, í Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×