Erlent

Al-Kaída hótar að myrða Harry

Harry prins af Bretlandi.
Harry prins af Bretlandi. MYND/AP

Hryðjuverkasamtökin Al-Kaída hafa hótað því að ræna Harry bretaprins, þegar hann verður sendur til Íraks, í maí næstkomandi, að sögn breska blaðsins The Sun. Blaðið segir að hótunin hafi komið fram á vefsíðu sem róttækir múslimar halda úti. "Múslimar í Írak munu drepa Harry prins, megi Allah gefa honum það sem hann á skilið," segir meðal annars á vefsíðunni.

Herdeild prinsins yfirgaf í gær búðir sínar í Windsor og fór í sérstakar æfingabúðir í Thetford skógi í Norfolk. Þar verður deildin við strangar æfingar þartil hún verður send til Íraks, í maí. Hvorki herinn né konungsfjölskyldan hafa tjáð sig um Íraksför prinsins, en gera má ráð fyrir að báðir aðilar geri sér fulla grein fyrir því að hryðjuverkamenn verði á höttunum eftir honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×