Ungdómshúsið rifið 5. mars 2007 18:30 Hálfgert stríðsástand hefur ríkt á Norðurbrú undanfarna daga. MYND/AP Ungdómshúsið, á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, var rifið í morgun af grímuklæddum verkamönnum sem óttuðust hefndaraðgerðir mótmælenda. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í borginni á næstu dögum. Óhætt er að segja að styr hafi staðið um Ungdomshuset á Norðurbrú eftir að lögreglusveitir rýmdu það á fimmtudaginn. Hverfið hefur logað í óeirðum og 600 manns hafa verið handteknir. Í morgun hófst svo lokakaflinn í þessari harmrænu sögu þegar húsið var rifið. Verkamennirnir voru með grímur svo að ekki mætti bera á þá kennsl og málað hafði verið yfir nafn verktakans á krananum sem var notaður til verksins. Mótmælendur fylgdust hnípir með silfurlituðum krananum mola þessa fyrrum félagsmiðstöð vinstri róttæklinga í smátt. Um tíma stöðvuðu raunar heilbrigðisyfirvöld niðurrifið vegna þess að fíngert steypuryk lagði frá rústunum sem óttast var að innihéldi asbest. Eftir að bleytt hafði verið steypumulningunum tók svo kraninn aftur til við að jafna húsið við jörðu. Á blaðamannafundi í morgun kvaðst forstöðumaður safnaðarins sem átti húsið kostnað við lagfæringar hafa verið of mikinn og því hafi orðið að rífa það. Þá var upplýst að trúarleg menningarmiðstöð yrði reist á reitnum þar sem Ungdomshuset stóð áður. Síðdegis var efnt til háværs kröfufundar fyrir utan fangelsi í borginni þar sem fjölmargir andstæðinga niðurrifsins eru vistaðir og segjast mótmælendur ætla að halda aðgerðum sínum áfram þar til fangarnir hafa verð látnir lausir. Erlent Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Ungdómshúsið, á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, var rifið í morgun af grímuklæddum verkamönnum sem óttuðust hefndaraðgerðir mótmælenda. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í borginni á næstu dögum. Óhætt er að segja að styr hafi staðið um Ungdomshuset á Norðurbrú eftir að lögreglusveitir rýmdu það á fimmtudaginn. Hverfið hefur logað í óeirðum og 600 manns hafa verið handteknir. Í morgun hófst svo lokakaflinn í þessari harmrænu sögu þegar húsið var rifið. Verkamennirnir voru með grímur svo að ekki mætti bera á þá kennsl og málað hafði verið yfir nafn verktakans á krananum sem var notaður til verksins. Mótmælendur fylgdust hnípir með silfurlituðum krananum mola þessa fyrrum félagsmiðstöð vinstri róttæklinga í smátt. Um tíma stöðvuðu raunar heilbrigðisyfirvöld niðurrifið vegna þess að fíngert steypuryk lagði frá rústunum sem óttast var að innihéldi asbest. Eftir að bleytt hafði verið steypumulningunum tók svo kraninn aftur til við að jafna húsið við jörðu. Á blaðamannafundi í morgun kvaðst forstöðumaður safnaðarins sem átti húsið kostnað við lagfæringar hafa verið of mikinn og því hafi orðið að rífa það. Þá var upplýst að trúarleg menningarmiðstöð yrði reist á reitnum þar sem Ungdomshuset stóð áður. Síðdegis var efnt til háværs kröfufundar fyrir utan fangelsi í borginni þar sem fjölmargir andstæðinga niðurrifsins eru vistaðir og segjast mótmælendur ætla að halda aðgerðum sínum áfram þar til fangarnir hafa verð látnir lausir.
Erlent Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent