Erlent

Markaðir að rétta sig við

Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu daga. FTSE-vísitala kauphallarinnar í London hækkað lítillega strax við opnun í morgun og aðrar evrópskar vísitölur hækkuðu einnig. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um rúmt prósent í dag en gærdagurinn var sá versti í Tokyokauphöllinni í níu mánuði. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands steig um fimmtíu stig strax við opnun klukkan tíu í morgun og hefur gengi á bréfum í stærstu fyrirtækjum landsins hækkað í samræmi við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×