Erlent

Forsætisráðherra brýtur umferðarreglur

Anders Fogh Rasmussen, í brynvörðu spíttkerrunni sinni.
Anders Fogh Rasmussen, í brynvörðu spíttkerrunni sinni. MYND/Nyhedsavisen

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur daglega brotið umferðarreglur undanfarna mánuði með því að aka alltof hratt. Berlingske Tidende upplýsti þetta í dag. Það verður að segja ráðherranum til afsökunar að hann vissi ekki að hann væri að brjóta lög.

Málið er þannig vaxið að forsætisráðuneytið fékk fyrir skömmu nýja bifreið fyrir ráðherrann. Það er mjög öflug brynvarin bifreið. Vegna brynvarnarinnar er hún svo þung að um hana gilda sömu reglur og um vörubíla, sem ekki megar aka hraðar en á áttatíu kílómetra hraða um vegi landsins.

Talsmaður ráðuneytisins segir að þetta hafi menn ekki vitað, en nú verði bætt úr þessu með því að fá undanþágu fyrir forsætisráðherrabílinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×