Ron Artest hefur verið settur út úr liði Sacramento Kings um óákveðinn tíma eftir að hann var handtekinn fyrir heimilisofbeldi í gær. Kona hringdi í neyðarlínuna af heimili hans og hélt því fram að hann hefði ítrekað hrint sér í gólfið og hindrað hana í að hafa samband við lögreglu.
Artest var samvinnuþýður við lögreglumenn sem komu að heimili hans og handtóku hann, en þessi nýjasta uppákoma verður ekki til að laga blettótt orðspor hans. Hann var látinn laus gegn 50.000 dollara tryggingu, en konan sem hann lenti í deilum við var mjög æst og kastaði meðal annars potti í gegn um framrúðuna á Hummer-bifreið hans.