Erlent

Libby sekur

Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum aðstoðarmaður Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, var
Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum aðstoðarmaður Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, var MYND/AP
Lewis „Scooter" Libby, fyrrum aðstoðarmaður Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, var rétt í þessu fundinn sekur um að hindra framgang réttlætisins. Hann var sakaður um að hafa lekið nafni útsendara bandarísku leyniþjónustunnar til fjölmiðla.

Libby gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi. Ólöglegt er að ljóstra upp nafni útsendara þar sem það er talið ógna þjóðaröryggi sem og öryggi útsendara og þeirra nánustu.

Libby var sá eini sem var ákærður af lögreglunni í málinu en hann á að hafa komist að nafni útsendarans hjá Dick Cheney og síðan sagt fréttamönnum frá því. Útsendarinn sem um ræðir heitir Valerie Plame og var hún gift hörðum andstæðingi Íraksstríðsins. Málið kom upp eftir að eiginmaður hennar fór að gagnrýna stefnu stjórnar Bush opinberlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×