Erlent

Danir styðja lögregluna

92 prósent Dana telja lögregluna hafa staðið sig vel.
92 prósent Dana telja lögregluna hafa staðið sig vel.

Yfirgnæfandi meirihluti dönsku þjóðarinnar er ánægður með framgöngu lögreglunnar í Ungdómshúss- málinu, samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir dönsku sjónvarpsstöðina TV-2. Samkvæmt könnuninni þykir 92 prósentum Dana að lögreglan hafi unnið sitt starf mjög vel eða vel, í óeirðunum síðustu daga.

Þetta er óvenju afgerandi niðurstaða í skoðanakönnun, að sögn Nyhedsavisen í Danmörku. Aðeins 2 prósent töldu að lögreglan hefði staðið sig illa og enginn var þeirrar skoðunar að hún hefði staðið sig mjög illa.

Danir eru þekktir fyrir umburðarlyndi við mótmælendur en í skoðanaskiptum og forystugreinum danskra fjölmiðla má lesa að aðstandendur Ungdómshússins þyki hafa gengið alltof langt. Mótmælendur ollu tugmilljóna tjóni með skemmdarverkum, með því til dæmis að kveikja í bílum og gera götuvígi úr logandi reiðhjólum og ruslatunnum.

Eigendurnir verða að bera þetta tjón sjálfir, og meðal annars hefur verið upplýst að íbúar á Nörrebro verða að greiða samtals tíu milljónir króna fyrir það eitt að endurnýja ruslatunnur sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×