Erlent

Svíar of feitir fyrir kisturnar

Sífellt fleiri Svíar þurfa yfirstærð af kistum.
Sífellt fleiri Svíar þurfa yfirstærð af kistum.

Svíar eru orðnir svo feitir að þeir eru hættir að komast í venjulegar líkkistur, þegar þeir kveðja þennan heim. Eigandi útfararstofu segir í viðtali við sænska Aftonbladet, að fyrir tuttugu árum hafi venjulegar kistur dugað nema í undantekningartilfellum. Í dag séu pantaðar minnst 25 kistur í yfirstærð, í hverjum mánuði.

Venjulegar kistur hjá þessari útfararstofu eru 65 sentimetra breiðar og 48 sentimetra háar. Algengt er hinsvegar að þeir smíði kistur sem eru 115 sentimetra breiðar og 75 sentimetra háar. Í vissum tilfellum er jafnvel þetta ekki nóg, og þá verður að sérsmíða yfirstærð, eftir máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×