Erlent

Loftsteinn á stofugólfinu

búum húss, í Bloomingdale í Illinois í Bandaríkjunum, varð allhverft við í fyrrakvöld þegar heljarinnar brothljóð kvað við úr stofunni . Undrun þeirra varð ekki minni þegar í ljós kom að á stofugólfinu lá loftsteinn sem þeyst hafði úr himingeimnum inn í gufuhvolf jarðar og svo beina leið í gegnum rúðuna hjá þeim. Vísindamenn, sem rannsaka steinninn, segja hann óvenjuþungan, miðað við hefðbundinn loftsteinn, enda er málminnihald hans mikið eftir því. Eins og sjá má er steinninn í minni kantinum og því skemmdist húsið lítið, aðeins rúðuna þarf að bæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×