Erlent

26 láta lífið í sprengjuárás í Írak

Íraskir hermenn skoða vettvang sprengjuárásarinnar í dag.
Íraskir hermenn skoða vettvang sprengjuárásarinnar í dag. MYND/AFP

Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á kaffihúsi í bæ norðaustur af Bagdad í dag. Samkvæmt lögreglu á staðnum létu að minnsta kosti 26 manns lífið. Sprengingin átti sér stað í bænum Balad Ruz en þar búa bæði sjía og súnní múslimar. Talið er að allt að 35 manns hafi særst í árásinni.

Í gær létu fleiri en 120 manns lífið í sprengjuárásum í borginni Hillah en þeir voru á leið sinni á trúarhátíð sjía múslima sem fram fer í hinni heilögu borg Kerbala. Fleiri en 200 manns slösuðust í þeim árásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×