Erlent

Tyrkir loka á YouTube

Tyrkir hafa nú lokað á YouTube vegna myndskeiða sem þar birtust og móðguðu menningu landsins.
Tyrkir hafa nú lokað á YouTube vegna myndskeiða sem þar birtust og móðguðu menningu landsins. MYND/AFP
Tyrkir hafa lokað fyrir aðgang að hinni vinsælu vefsíðu YouTube. Ástæðan fyrir þessu er að einhver setti myndskeið á síðuna þar sem gert var grín að stofnanda nútíma Tyrklands, Mustafa Kemal Ataturk, en í Tyrklandi er ólöglegt að gera grín að honum.

Saksóknarar segja að undanfarið hafi verið hálfgert stríð á vefnum á milli Grikkja og Tyrkja sem hafa verið að setja upp myndbönd þar sem grín er gert að menningu þjóðanna tveggja. Á myndskeiðinu sem um ræðir var sagt að Ataturk og Tyrkir almennt væru allir hommar.

YouTube fjarlægði myndskeiðin af síðunni sinni en þrátt fyrir það lokaði dómstóllinn í Tyrklandi einnig fyrir aðgang að vefsíðunni. Internetveitur segjast ætla að framfylgja lokuninni þar sem hún sé nú lögbundin.

Tyrkir hafa lengi reynt að koma sér inn í Evrópusambandið og talið er að þetta eigi eftir að minnka möguleika þeirra eitthvað. Evrópusambandið hefur lengi beðið Tyrki um að slaka á þeim lögum sem að dæmt var út frá en í þeim segir að það sé ólöglegt að mógað tyrkneska menningu. Evrópusambandið segir lögin hefta málfrelsi í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×