Erlent

Kínverskt flugmóðurskip

Kínverjar eiga enn ekkert flugmóðurskip, en öflugan flota af allskonar öðrum herskipum.
Kínverjar eiga enn ekkert flugmóðurskip, en öflugan flota af allskonar öðrum herskipum.

Kínverjar segjast geta hleypt sínu fyrsta flugmóðurskipi af stokkunum árið 2010, sem veldur Bandaríkjamönnum miklum áhyggjum. Þeir óttast að Kínverjar hyggist keppa við þá um yfirráð á Kyrrahafi, og þá ekki síst í grennd við Tævan, sem Kínverjar segjast munu endurheimta með góðu eða illu.

Kínverjar hafa verið að auka framlög sín til varnarmála undanfarin ár. Landið á þegar fjölmennasta her í heimi og nú er lögð mikil áhersla á að búa hann fullkomnustu hergögnum sem völ er á. Kínverjar neita því að þeir séu að keppa við einn eða neinn. Framlög þeirra til varnarmála séu í fullkomnu samræmi við stærð landsins.

Engu að síður má búast við að hrollur fari um mörg nágrannaríki, ef kínverskt flugmóðurskip siglir út á heimsins höf eftir þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×