Erlent

Skjaldborg um Tower of London

Tower of London er fremst á myndinni. Eins og sjá má gnæfa skýjakljúfarnir yfir hann.
Tower of London er fremst á myndinni. Eins og sjá má gnæfa skýjakljúfarnir yfir hann.

Bretar ætla að setja verndarsvæði umhverfis nokkur helstu minnisvarða sína, eins og Tower of London og Stonehenge, til þess að ekki verði byggð mannvirki sem skyggi á menningarfjársjóðina. Þetta var ákveðið eftir að eftirlitsmenn Heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna hótuðu að lýsa Tower of London í hættu staddan vegna skýjakljúfa, sem á að reisa þar í grendinni.

Slíkt þætti mikil smán í Bretlandi, þar sem turninn væri eini heimsminjastaðurinn í iðnríkjunum, sem lýstur væri í hættu. Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar sagði að þeir vonuðust til þess að þessar aðgerðir myndu duga eftirlitsmönnum heimsminjaskrárinnar. Þeir eiga að kveða upp úrskurð sinn í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×