Erlent

Eldur í flugvél friðargæsluliða

Hermaður stendur vörð á flugvelli í Mogadishu eftir komu friðargæsluliða til landsins á þriðjudag.
Hermaður stendur vörð á flugvelli í Mogadishu eftir komu friðargæsluliða til landsins á þriðjudag. MYND/AP

Eldur kviknaði í flugvél friðargæsluliða frá Afríkubandalaginu snemma í morgun í Mógadishu höfuðborg Sómalíu. Þetta er haft eftir embættismönnum á staðnum en ekki er enn vitað um ástæður eldsins.

Átök hafa geisað í höfuðborginni milli stjórnarhers landsins og íslamskra uppreisnarhópa.

Afríkubandalagið ákvað að senda um átta þúsund manna friðargæslulið til landsins í þeirri von að lægja ófriðaröldurnar og taka við af Eþíópíska hernum, en uppreisnarmenn hafa hótað áframhaldandi árásum á þá sem standa í vegi fyrir valdatöku þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×