Erlent

Búist við því að Chirac bjóði sig ekki fram á ný

Jacques Chirac, forseti Frakklands.
Jacques Chirac, forseti Frakklands. MYND/AFP
Búist er við því að Jacques Chirac, forseti Frakklands, muni tilkynna í kvöld að hann ætli sér ekki að bjóða sig fram á ný. Yfirlýsingin verður flutt klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma.

Chirac hefur undanfarið verið að reyna að segja arfleifð sína góða og að hann hafi stýrt Frakklandi inn í öld alþjóðavæðingar og gert rödd Frakklands veigameiri á alþjóðavettvangi.

Helstu frambjóðendur í væntanlegum forsetakosningum deila hins vegar ekki þeirri fallegu sýn sem Chirac hefur á störf sín. Þeir benda á að meðaltekjur hafi lækkað í landinu á meðan hann var við völd og að atvinnuleysi sé enn stórt vandamál.

Ekki er búist við því að Chirac eigi eftir að lýsa stuðningi sínum við Nicholas Sarkozy, forsetaframbjóðanda stjórnarflokksins. Hann var áður stuðningsmaður Chiracs en hefur í seinni tíð reynt að fjarlægja sig frá Chirac og gagnrýnt hann töluvert.

Engu að síður þakka þeir Chirac fyrir að hafa verið á móti innrásinni í Írak, viðurkenna glæpi Frakka í Seinni heimsstyrjöldinni og að vera á móti kynþáttahatri og öfgaflokkum í stjórnmálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×