Erlent

Olmert fundar með Abbas

Olmert og Abbas í Jerúsalem í dag.
Olmert og Abbas í Jerúsalem í dag. MYND/AFP

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kom til Jerúsalem í dag til þess að eiga viðræður við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Þetta er annar fundur þeirra á innan við mánuði. Búist er við því að viðræðurnar eigi eftir að snúast um nýlegt samkomulag Fatah og Hamas hreyfinganna um þjóðstjórn í Palestínu og hvernig samskiptum Ísraels við hana verður háttað.

Báðir aðilar segja þó að ekki sé líklegt að einhver niðurstaða fáist í umræðurnar en Hamas hefur neitað að viðurkenna tilverurétt Ísraela og þeir á móti neitað að viðurkenna þjóðstjórnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×