Erlent

Óttast skiptingu NATO í A og B ríki

Eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna nær ekki til allra Evrópuríkja.
Eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna nær ekki til allra Evrópuríkja.

Framkvæmdastjóri NATO hefur áhyggjur af því að fyrirhugaða eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna skipti bandalaginu í tvennt. Annarsvegar þá sem kerfið verndi og svo hina. Jaap de Hoop Scheffer telur að þegar komi að vörnum bandalagsins eigi ekki að skipta aðildarríkjum í A-sveit og B-sveit innan NATO. Í sínum augum sé það órjúfandi öryggi allra ríkjanna sem sé grundvallaratriðið.

Margar NATO þjóðir hafa áhyggjur af bandaríska kerfinu, sem verður komið fyrir í Póllandi og Tékklandi, til þess að skjóta niður eldflaugar frá útlagaríkjum eins og Norður-Kóreu og Íran. Áhyggjurnar beinast að því að fá ekki að vera undir þessari regnhlíf.

Í viðtali við Financial Times lagði framkvæmdastjóri NATO áherslu á að hann teldi raunverulega hættu á því að eldflaugaárás verði gerð á Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×