Erlent

150 nauðganir á dag

Höfðaborg, í Suður-Afríku.
Höfðaborg, í Suður-Afríku.

Samtök kaupsýslumanna í Suður-Afríku hafa hvatt ríkisstjórn landsins til þess að herða baráttuna gegn glæpum, en tíðni glæpa í landinu er með því hæsta í heiminum. Kaupsýslumennirnir bjóðast til að leggja sjálfir fram umtalsverða fjármuni.

Tambo Mbeki, forseti Suður-Afríku er oft sakaður um að gera lítið úr glæpatíðni í landinu, eins og hann á sínum tíma gerði lítið úr því vandamáli sem alnæmi er. Á síðustu tveim árum voru framin 18.528 morð í Suður-Afríku og þar eru framdar meira en 150 nauðganir á dag.

Stjórnvöldum í Suður-Afríku er mikið í mun að koma á lögum og reglu áður en heimsmeistaramótið í knattspyrnu verður haldið þar árið 2010. Það hefur hinsvegar lítið þokast í þá átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×