Erlent

Reiðir neytendur

Kínverskir neytendur tóku það óstinnt upp þegar fargjöld með strætisvögnum voru hækkuð.
Kínverskir neytendur tóku það óstinnt upp þegar fargjöld með strætisvögnum voru hækkuð. MYND/AP

Einn er látinn, fjörutíu slasaðir og brunnir lögreglubílar liggja eins og hráviði á götum borgarinnar Zhusan í Mið-Kína, eftir að borgaryfirvöld hækkuðu fargjöld með strætisvögnum. Um 20 þúsund manns mættu til þess að mótmæla framan við ráðhús borgarinnar, og það endaði með miklum slagsmálum við lögregluna.

Einn mótmælendanna sagði við Associated Press fréttastofuna að mótmælendur hefðu verið mjög reiðir og hrópað; "Berjum ríkisstjórnarhundana til bana." Mótmælendur köstuðu múrsteinum í lögregluna og kveiktu í bílum hennar, en lögreglan svaraði fyrir sig með kylfum og táragasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×