Phoenix skellti Dallas í stórkostlegu einvígi 15. mars 2007 05:14 Steve Nash sækir hér að félaga sínum og andstæðingi Dirk Nowitzki. Flestir eru sammála um að þessir tveir hafi verið bestu leikmennirnir í NBA í vetur. NordicPhotos/GettyImages Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Dallas og Phoenix hafa verið í tveimur efstu sætum deildarinnar lengst af í vetur og því var leiksins í nótt beðið með mikilli eftirvæntingu. Dallas tapaði illa í síðasta leik eftir eina lengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar og flest benti til þess að liðið næði fljótt að koma sér á sigurbraut á ný. Dallas hafði örugga forystu eftir þrjá leikhluta, en þá tók hinn magnaði Steve Nash öll völd á vellinum og skoraði 10 stig á síðustu mínútunni í venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu. Phoenix var svo skrefinu á undan í fyrstu framlengingunni en þar kom það í hlut Jason Terry hjá Dallas að jafna metin með þriggja stiga körfu í lokin. Gestirnir frá Phoenix höfðu að lokum dramatískan sigur í annari framlengingu þar sem Dirk Nowitzki fékk tækifæri til að jafna í lokin en skot hans geigaði. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og ellefti sigur liðsins í síðustu tólf. Phoenix byrjaði betur í leiknum og náði mest 16 stiga forystu í fyrri hálfleik, en þá tók Dallas mikla rispu og komst 15 stigum yfir. Steve Nash var aðeins með 8 stig eftir þrjá fjórðunga, en tók málin í sínar hendur eftir það. Phoenix hitti úr 10 af 12 skotum utan af velli í fjórða leikhlutanum. Amare Stoudemire var óstöðvandi hjá Phoenix og skoraði 41 stig og hirti 10 fráköst. Steve Nash skoraði 31 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 17 stig og Shawn Marion skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Jerry Stackhouse setti persónulegt met á þremur árum sínum hjá Dallas með því að skora 33 stig og hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig, hirti 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Mikið var líka gert úr einvígi þeirra Steve Nash og Dirk Nowitzki, en þeir eru taldir líklegastir til að hreppa nafnbótina verðmætasti leikmaður ársins í NBA. og eru auk þess perluvinir eftir að þeir spiluðu saman hjá Dallas í mörg ár. Nash hefur hlotið þann heiður tvö ár í röð, en margir tippa á að það verði vinur hans Nowitzki sem fær hann að þessu sinni. Þó þeir séu gjörólíkir leikmenn, lentu þeir oftar en einu sinni gegn hvor öðrum í leiknum í nótt - eins og til að undirstrika skemmtanagildi þessa ótrúlega leiks. Þetta var sannarlega frábær upphitun fyrir átökin í úrslitakeppninni í vor, en þess má geta að lokaviðureign þessara liða í deildarkeppninni verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn. NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Dallas og Phoenix hafa verið í tveimur efstu sætum deildarinnar lengst af í vetur og því var leiksins í nótt beðið með mikilli eftirvæntingu. Dallas tapaði illa í síðasta leik eftir eina lengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar og flest benti til þess að liðið næði fljótt að koma sér á sigurbraut á ný. Dallas hafði örugga forystu eftir þrjá leikhluta, en þá tók hinn magnaði Steve Nash öll völd á vellinum og skoraði 10 stig á síðustu mínútunni í venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu. Phoenix var svo skrefinu á undan í fyrstu framlengingunni en þar kom það í hlut Jason Terry hjá Dallas að jafna metin með þriggja stiga körfu í lokin. Gestirnir frá Phoenix höfðu að lokum dramatískan sigur í annari framlengingu þar sem Dirk Nowitzki fékk tækifæri til að jafna í lokin en skot hans geigaði. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og ellefti sigur liðsins í síðustu tólf. Phoenix byrjaði betur í leiknum og náði mest 16 stiga forystu í fyrri hálfleik, en þá tók Dallas mikla rispu og komst 15 stigum yfir. Steve Nash var aðeins með 8 stig eftir þrjá fjórðunga, en tók málin í sínar hendur eftir það. Phoenix hitti úr 10 af 12 skotum utan af velli í fjórða leikhlutanum. Amare Stoudemire var óstöðvandi hjá Phoenix og skoraði 41 stig og hirti 10 fráköst. Steve Nash skoraði 31 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 17 stig og Shawn Marion skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Jerry Stackhouse setti persónulegt met á þremur árum sínum hjá Dallas með því að skora 33 stig og hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig, hirti 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Mikið var líka gert úr einvígi þeirra Steve Nash og Dirk Nowitzki, en þeir eru taldir líklegastir til að hreppa nafnbótina verðmætasti leikmaður ársins í NBA. og eru auk þess perluvinir eftir að þeir spiluðu saman hjá Dallas í mörg ár. Nash hefur hlotið þann heiður tvö ár í röð, en margir tippa á að það verði vinur hans Nowitzki sem fær hann að þessu sinni. Þó þeir séu gjörólíkir leikmenn, lentu þeir oftar en einu sinni gegn hvor öðrum í leiknum í nótt - eins og til að undirstrika skemmtanagildi þessa ótrúlega leiks. Þetta var sannarlega frábær upphitun fyrir átökin í úrslitakeppninni í vor, en þess má geta að lokaviðureign þessara liða í deildarkeppninni verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn.
NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira