Erlent

Rússar vilja nema land í Afríku

Höfðaborg í Suður-Afríku
Höfðaborg í Suður-Afríku

Rússar hafa hug á að endurheimta stöðu sína í Afríku, en á árum kalda stríðsins jusu þeir milljörðum dollara í ríki sem talin voru marxisk, eða vinsamleg Moskvu. Vesturlönd studdu á móti önnur ríki sem þeir töldu sér hliðholl. Allt þetta gufaði upp þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, en nú vilja Rússar nema land að nýju.

Fjölmenn sendinefnd undir forystu Mikhails Fredkov forsætisráðherra er nú komin til Afríku og mun heimsækja Angóla, Namibíu og Suður-Afríku. Með Fredkov í för eru meðal annars fulltrúar frá álfyrirtækinu Rusal, orkufyrirtækinu Gazprom, olíufélaginu Lukoil og demantafyrirtækinu Alrosa.

Það vekur athygli að sendinefndin fer þarna í kjölfar Pútins forseta, sem heimsótti sömu ríki á síðasta ári. Þá lofði forsetinn milljarða dollara rússneskum fjárfestingum í Afríku. Nefndin mun líklega reyna að

reka smiðshöggið á áætlanir forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×