Erlent

Hermönnum í Írak hugsanlega fjölgað

Petraeus sést hér ræða málin við fulltrúa ættbálkahöfðingja í Anbar þann 13. mars síðastliðinn.
Petraeus sést hér ræða málin við fulltrúa ættbálkahöfðingja í Anbar þann 13. mars síðastliðinn. MYND/AFP
Æðsti yfirmaður bandaríska hersins í Írak, David Petraeus, hefur lagt fram beiðni um að fleiri hermenn verði sendir til Íraks. Dagblaðið Boston Globe fullyrðir þetta á fréttavef sínum í dag og segir háttsetta menn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna heimildarmenn sína.

Talið er að Petraeus vilji fá 2.500 til 3.000 hermenn til viðbótar við þá 21.500 sem ákveðið var að senda til Íraks í upphafi þessa árs. Ef hann fær sínu framgengt nálgast aukning bandarískra hermanna í Írak á þessu ári 30.000. Beiðni Petraeus hefur ekki verið gerð opinber ennþá.

Hermennirnir sem Petraeus hefur beðið um eiga að mestu að sinna stuðningshlutverki við þær bardagasveitir sem fyrir eru í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×