Adriano lenti í slagsmálum

Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter Milan lenti í slagsmálum á næturklúbbi á Ítalíu á sunnudagskvöldið. Andstæðingurinn var engin smásmíði, en það var bandaríski körfuboltamaðurinn Rolando Howell hjá Varese sem er vel yfir tveir metrar á hæð. Slagsmálin áttu sér stað á og fyrir utan næturklúbbinn Hollywood. Landi Adriano, Ronaldo hjá AC Milan, náði að stöðva slagsmálin og róa félaga sinn niður.