Erlent

Átök blossa upp í Pakistan

Fleiri en 50 manns hafa látið lífið í átökum stuðningsmanna al-Kaída og talibana í norðvesturhluta Pakistan. Yfirvöld í Pakistan skýrðu frá þessu í dag. Átökin hafa geisað á svæðinu síðan á mánudaginn.

Hóparnir sem nú takast á hafa stefna báðir að því að koma Bandaríkjamönnum frá Afganistan. Átökin á milli þeirra eru hins vegar til komin vegna innbyrðis valdabaráttu hópanna. Fregnir herma að tveir háttsettir yfirmenn talibana hafi farið á svæðið til þess að reyna að stilla til friðar.

Pakistanar skrifuðu undir friðarsamning við ættbálkahöfðingjana á svæðinu nýverið. NATO og afganska  ríkisstjórnin hafa gagnrýnt Pakistan harkalega fyrir vikið að segja að friðarsamningarnir muni auðvelda talibönum að styrkja sig fyrir vorið. Talibanar fullyrða að þeir muni hefja stórsókn gegn NATO í vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×